Um okkur

GRÓ - Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu er sjálfstæð miðstöð um uppbyggingu færni og þekk­ingar í þróunarlöndum. Miðstöðin samanstendur af fjórum þjálfunarverkefnum með sérstaka áherslu á að efla getu stofnana samtaka og einstaklinga í þróunarríkjum á eftirfarandi sérsviðum:

  • Stuðla að kynjajafnrétti, valdeflingu kvenna og félagslegu réttlæti (Jafnréttisskólinn)
  • Stuðla að nýtingu og sjálfbærri stjórnun hagkvæmrar og vistvænnar jarðhitaorku (Jarðhitaskólinn)
  • Stuðla að endurheimt landgæða og takmörkun landeyðingar (Landgræðsluskólinn)
  • Stuðla að sjálfbærri nýtingu og stjórnun sjávarauðlinda (Sjávarútvegsskólinn)

Verkefni miðstöðvarinnar hafa umtalsverð áhrif í þróunarlöndum og styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Yfir 1300 sérfræðingar frá rúmlega 100 þróunarríkjum hafa útskrifast frá þjálfunarverkefnum á Íslandi og rúmlega  2000 einstaklingar hafa tekið þátt í námskeiðum tengdum verkefnunum í samstarfsríkjunum. 

Miðstöðin starfar undir merkjum Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og er fyrsta þverfaglega miðstöðin sem það gerir. 

Skjöl sem tengjast GRÓ á vefsíðu UNESCO:

Nánari upplýsingar um þjálfunarverkefnin: