News Fellows Fellows (2021-22)

Útskrift Sjávarútvegsskóla GRÓ þriðjudaginn 1. mars

28 February 2022
Útskrift Sjávarútvegsskóla GRÓ þriðjudaginn 1. mars

Útskrift 23. árgangs nemenda Sjávarútvegsskóla GRÓ fer fram þriðjudaginn 1. mars kl. 15:00.

Athöfnin fer fram í sal Hafrannsóknastofnunar, Fornubúðum 5 Hafnarfirði.

Strax að henni lokinni, eða kl. 16:00, munu útskriftarnemendur kynna verkefni sín á sérstakri veggspjaldasýningu.

Smellið hér til að tengjast athöfn á netinu

Dagskrá

  • 14:30 Húsið opnar.
  • 15:00 Forstjóri HAFRÓ, Þorsteinn Sigurðsson, býður gesti velkomna.
  • 15:05 Forstöðumaður GRÓ, Nína Björk Jónsdóttir, ávarpar samkomuna fyrir hönd GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu.
  • 15:10 Sjávarútvegsráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ávarpar samkomuna.
  • 15:20 Afhending útskriftarskírteina: Forstöðumaður Sjávarútvegsskóla GRÓ, Mary Frances Davidson, kynnir nemendur.
  • 15:40 Fulltrúi nemenda, Diana Elizabeth Barahona Hernandez, frá El Salvador, ávarpar samkomuna fyrir hönd útskriftarhópsins.
  • 15:50 Þorsteinn Sigurðsson slítur athöfn.

---

Á þessu skólaári tóku 27 nemendur þátt í sexmánaða þjálfunarnámi Sjávarútvegsskólans, frá alls 16 löndum í Eyjaálfu, Asíu, Afríku og Mið-Ameríku.

Ellefu þeirra sérhæfðu sig á sviði stefnumótunar og stjórnunar; sex á sviði matvælaframleiðslu og gæðastjórnunar; sex á sviði stofnmats; og fjórir á sviði sjálfbærs fiskeldis.

Frá upphafi hafa yfir 440 nemendur lokið námi frá Sjávarútvegsskólanum frá yfir 60 samstarfslöndum.

Síða nemenda 2021-22