Hlutverk

Hlutverk GRÓ er að efla getu einstaklinga, samtaka og stofnana í þróunarlöndum og löndum þar sem átök standa yfir eða eru nýlega afstaðin til að ná þeim niðurstöðum á sviði þróunarsamvinnu sem sett eru fram í heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun (heimsmarkmiðum SÞ). Starfið fer fram með þjálfunaráætlunum, sem miða að því að byggja upp getu, með áherslu á fjögur þemasvið: Jafnrétti, jarðhita, landgræðslu og sjávarútveg.

  • Jafnréttisskóli (GEST) sem stuðlar að kynjajafnrétti, valdeflingu kvenna og félagslegu réttlæti.
  • Jarðhitaskóli (GTP) sem stuðlar að nýtingu og sjálfbærri stjórnun áreiðanlegra, fjárhagslega hagkvæmra og vistvænna jarðvarmaorkugjafa.
  • Landgræðsluskóli (LRT) sem leggur áherslu á baráttu gegn landeyðingu, endurheimt landgæða og að stuðla að sjálfbærri landstjórnun.
  • Sjávarútvegsskóli (FTP) sem stuðlar að sjálfbærri nýtingu og stjórnun á lifandi auðlindum hafsins.