GRÓ
29 ágúst 2025

Landgræðsluskóli GRÓ útskrifar 19 sérfræðinga

Átjándi nemendahópur Landgræðsluskóla GRÓ útskrifaðist á þriðjudaginn. Nemendahópurinn samanstóð af 19 sérfræðingum á sviði sjálfbærrar landnýtingar og endurheimtar vistkerfa, frá níu samstarfslöndum skólans í Afríku og Asíu.
GRÓ
20 ágúst 2025

GRÓ nemendur ræða mikilvægi sjálfbærrar þróunar við forseta Íslands á Bessastöðum

Nemendur Jarðhitaskóla og Landgræðsluskóla GRÓ, sem og starfsmenn GRÓ miðstöðvarinnar og skólanna tveggja, voru boðnir að Bessastöðum þann 18. ágúst sl. til fundar við Höllu Tómasdóttur forseta Íslands.
GRÓ
Nemendur Jafnréttisskóla GRÓ í vettvangsferð um Suðurland. Ferðin var hluti af námskeiði um jafnréttismál, umhverfismál og loftslagsbreytingar.
30 júlí 2025

Ársskýrsla GRÓ fyrir árið 2024 komin út

Alls útskrifuðust 97 sérfræðingar úr þjálfunarnámi á vegum GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu á árinu 2024. Í lok árs höfðu 1.767 sérfræðingar lokið fimm til sex mánaða námi í skólunum fjórum sem starfræktir eru á vegum GRÓ, það er Jafnréttisskólanum, Jarðhitaskólanum, Landgræðsluskólanum og Sjávarútvegsskólanum. GRÓ styrkir einnig útskrifaða nemendur til framhaldsnáms og luku sjö styrkþegar slíku námi á árinu, tveir doktorsprófi og fimm meistaragráðu. Einnig voru ýmis stutt námskeið haldin í samstarfslöndunum, sem rúmlega 400 manns sóttu, og nýju netnámskeiði var hleypt af stokkunum.
GRÓ
10 júní 2025

Samstarf GRÓ og útskrifaðra nemenda kynnt á UNESCO deginum

Starf GRÓ til að efla stuðning við útskrifaða nemendur GRÓ skólanna fjögurra, sem nú telja rúmlega 1.800 sérfræðinga um heim allan, var meðal umfjöllunarefna á árlega UNESCO deginum sem íslenska landsnefnd UNESCO stóð fyrir þann 3. júní sl. á Þjóðminjasafninu.
1.816
nemendur hafa útskrifast frá GRÓ-skólunum fjórum
111
skólastyrkþegar hafa lokið meistaranámi
24
skólastyrkþegar hafa lokið doktorsnámi
5.494
nemar hafa sótt styttri námskeið í samstarfslöndum

Um UNESCO

UNESCO er mennta-, vísinda- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Markmið stofnunarinnar er að stuðla að friði með alþjóðlegri samvinnu í menntun, vísindum og menningu.

Nánar