Stefnurammi

Stefnuumhverfi GRÓ samanstendur af þremur stefnum sem skarast og eru samtengdar. Í fyrsta lagi rammanum sem settur er fram í áætluninni um sjálfbæra þróun fyrir árið 2030, sem samþykkt var af öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna árið 2015. Í öðru lagi stefnu Íslands um alþjóðlega þróunarsamvinnu 2019-2023 þar sem megináhersla er lögð á mannréttindi, kynjajafnrétti og sjálfbæra þróun. Í þriðja lagi stefnusýn Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) (C4).

Enn fremur mynda heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna viðmiðunarramma fyrir starfsemi miðstöðvarinnar, einkum m.t.t. jafnréttis kynjanna (5), hreinnar orku á viðráðanlegu verði (7), lífs í vatni (14), lífs á landi (15) og uppbyggingar á getu (17).