Congratulations UNU-FTP fellows 20th cohort

28 February 2018
UNU-FTP 2017-18 fellows
UNU-FTP 2017-18 fellows

On February 26th the twentieth cohort of our fellows graduated in a ceremony at the Marine and Freshwater Research Institute of Iceland.

President of Iceland, Guðni Th. Jóhannesson, attended the cermony.

This year 21 fellows took part in the Six-months Training Program of the United Nations University Fishery Training Program (UNU-FTP). Eight specialised in quality management; seven in stock assessment and fishing gear technology; and six in sustainable aquaculture.

Altogether 368 fellows have completed the training program since it began in 1998.

The ceremony was steered by UNU-FTP Chairman, Sigurður Guðjónsson.

First, UNU-FTP director Tumi Tómasson explained the program and reviewed how it had evolved from a relatively simple mission in 1998 with fellows from only 3 countries to more and more complex operations involving fellows in more than 50 countries and short courses in over 20.

Tumi also mentioned some of the challenges world fisheries are facing today, i.e. overexploited natural stocks, heavy post-harvest losses and so on. In light of this UNU-FTP definitely has an important role to play in supporting the newly adopted UN Sustainable Development Goals.

Following these reflections president of Iceland Guðni Th. Jóhannesson addressed the ceremony. He described how, during the last century, fisheries became backbone of the Icelandic economy. Through this experience Iceland gained valuable knowledge about how to modernize the sector.

“And this is exactly why the UNU Fisheries Training Programme is so important,” he said.

After the president´s speech UNU-FTP vice director Þór Ásgeirsson called forward the fellows one by one to receive their graduation certificate which were handed out to each of them by president Guðni. Then they shook hands with Sigurður and Tumi.

Finally, Romauli Napitupulu, gave an inspirational speech on behalf of graduating fellows: “When we get back home we are not only fellows," she reminded the audience “but we are agents of change into our communities".

After the cermony a reception for all guests was held at the Marine and Freshwater Research Institute.

Graduation cermony 2017-18

From the 2017-18 graduation cermony

Romauli Napitupulu speaks on behalf of graduating fellows

Romauli Napitupulu gives a speech on behalf of graduating fellows

---

Til hamingju 20. útskriftarárgangur

Mánudaginn 26. febrúar sl. útskrifaðist 20. ágangur nemenda Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var viðstaddur athöfnina.

Á þessu skólaári tók 21 nemandi þátt í sex-mánaða þjálfunarnámi Sjávarútvegsskólans. Komu þeir frá 15 löndum í Asíu, Afríku, Mið-Ameríku og Karíbahafi. Meirihlutinn var konur, eða 13 talsins. Átta sérhæfðu sig á sviði matvælaframleiðslu og gæðastjórnunar; sjö á sviði stofnmats og veiðafæratækni; og sex á sviði sjálfbærs fiskeldis. Alls hafa 368 nemendur lokið námi frá skólanum frá upphafi.

Formaður stjórnar Sjávarútvegsskólans, Sigurður Guðjónsson, stýrði athöfninni.

Forstöðumaður skólans, Tumi Tómasson, gerði grein fyrir starfsseminni og hvernig hún hefur vaxið að umfangi frá því árið 1998, þegar nemendur komu frá aðeins þremur löndum, til dagsins í dag, þegar haldið er úti margbrotnu samstarfi við yfir 50 þróunarlönd.

Tumi ræddi einnig þær risastóru áskoranir sem sjávarútvegur á heimsvísu stendur frammi fyrir, s.s. ofnýtingu auðlinda, spillingu hráefnis o. s. fr. Með hliðsjón af þessu er ljóst að Sjávarútvegsskólinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna er kemur að því að styðja undir Sjálfbærnimarkmið SÞ.

Í framahaldi af ræðu Tuma ávarpaði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, samkomuna. Hann fór m.a. yfir það hvernig sjávarútvegur varð að undirstöðuatvinnugrein landsins á síðustu öld. Í gegnum þá reynslu hefur þjóðin öðlast verðmæta þekkingu sem getur nýst öðrum.

„Og það er einmitt af þessum ástæðum sem Sjávarútvegsskólinn er svo mikilvægur,“ sagði hann.

Eftir ræðu forsetans kallaði aðstoðarforstöðumaður Sjávarútvegsskólans, Þór Ásgeirsson, nemendur upp til að taka við brautskráningarskírteinum sínum, sem forsetinn afhenti þeim hverjum og einum. Að því loknu tóku þeir í hönd Sigurðar og Tuma sem óskuðu þeim til hamingju.

Athöfnin endaði með leiftrandi ræðu Romauli Napitupulu frá Indónesíu fyrir hönd útskriftarnema. „Þegar við snúum aftur heim erum við ekki bara nemendur,“ minnti hún áheyrendur á „heldur erum við boðberar breytinga í okkar nánasta umhverfi“.

Eftir brautskráningu var efnt til móttöku fyrir gesti í salarkynnum Hafrannsóknastofnunnar.