News Fellows Fellows (2019-20)

Útskrift Sjávarútvegsskólans

24 February 2020
Útskrift Sjávarútvegsskólans

Miðvikudaginn 26. febrúar kl. 15:00 fer fram brautskráning nemenda Sjávarútvegsskólans.

Athöfnin fer fram í sal Hafrannsóknastofnunar, Skúlagötu 4 - 1. hæð.

Strax að henni lokinni, eða kl. 16:00, verður móttaka fyrir gesti á sama stað og munu þá útskriftarnemendur kynna verkefni sín á sérstakri veggspjaldasýningu.

Dagskrá

  • 14:30 Húsið opnar.
  • 15:00 Forstjóri HAFRÓ, Sigurður Guðjónsson, býður gesti velkomna.
  • 15:05 Forstöðumaður GRÓ, Bryndís Kjartansdóttir, kynnir GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu.
  • 15:10 Sjávarútvegsráðherra, Kristján Þór Júlíusson, ávarpar samkomuna.
  • 15:20 Afhending brautskráningarskírteina: Forstöðumaður Sjávarútvegsskólans, Þór H. Ásgeirsson, kynnir nemendur.
  • 15:40 Fulltrúi nemenda, James John Banda, ávarpar samkomuna fyrir hönd nemenda.
  • 15:50 Sigurður Guðjónsson slítur athöfn.
  • 15:55 Móttaka.

---

Á þessu skólaári tóku 24 nemendur þátt í sexmánaða þjálfunarnámi Sjávarútvegsskólans, jafnmargar konur og karlar. Koma þeir frá 12 löndum í Asíu, Afríku og Karíbahafi. Sjö sérhæfðu sig á sviði stefnumótunar og stjórnunar; sex á sviði matvælaframleiðslu og gæðastjórnunar; sex á sviði sjálfbærs fiskeldis; fimm á sviði stofnmats og veiðafæratækni.

Frá upphafi hafa 414 nemendur lokið námi frá Sjávarútvegsskólanum frá yfir 60 samstarfslöndum.