News

GRÓ uppfærir árangursrammann

8 október 2025
GRÓ uppfærir árangursrammann

GRÓ hefur uppfært árangursrammann sem var gefinn út árið 2023. Viðmið hafa nú verið sett fyrir alla árangursmælikvarða, þar sem byggt er á niðurstöðum úttektar GOPA á áringrinum af starfi GRÓ 2018-2023, sem lauk á síðasta ári. Minniháttar breytingar voru einnig gerðar til að auka nákvæmni mælinga og nýjum mælikvörðum bætt viðhvað varðar meistara- og doktorsnám. GRÓ hefur einnig lokið vinnu við að samræma spurningalista sem GRÓ skólarnir leggja fyrir nemendur sína og samstarfsstofnanir, sem gerir mögulegt að fylgjast samræmt með árangri starfsins.

Árangursramminn er mikilvægt tæki til þess að meta á samræmdan hátt árangur GRÓ skólanna. Með því að safna upplýsingum umárangurinn af starfinu og ánægju útskrifaðra nemenda og samstarfsstofnana, getur GRÓ metið árangur starfsins og nýtast niðurstöðurnar jafnframt til að bæta og efla starfsemi GRÓ til framtíðar.