Fréttir

Fyrrverandi nemendur Jarðhitaskóla og Jafnréttisskóla GRÓ með prófessor Hubert Gijzen, yfirmanni svæðisskrifstofu UNESCO í Austur-Afríku, Nínu Björk Jónsdóttur, forstöðumanni GRÓ og fastafulltrúa Íslands hjá UNESCO, Auðbjörgu Halldórsdóttur.
22 mars 2023

Fyrrverandi nemendur GRÓ í Kenýa funda með starfsfólki UNESCO fyrir A-Afríku

Kenýa framleiðir meiri raforku með jarðhita en Ísland
16 desember 2022

GRÓ ákvarðar áherslur og markmið í starfinu til ársins 2027

GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu hefur sett sér markmið og ákvarðað áherslur starfsins fram til ársins 2027. Skjalið fylgir aðferðafræði UNESCO við árangursstjórnun og skýrir hvernig unnið verður að því að ná markmiðunum sem sett eru fram í breytingakenningu GRÓ.
25 nóvember 2022

Breytingakenning GRÓ til næstu fimm ára mörkuð

GRÓ, þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, hefur markað sér breytingakenningu, Theory of Change, sem tekur til áranna 2022-2027. Breytingakenningin er unnin eftir aðferðarfræði UNESCO við árangursstjórnun og skýrir leiðina sem GRÓ mun fara til að vinna að breytingum í átt til sjálfbærni. Þannig er markað hvaða langtímaáhrifum GRÓ stefnir að með starfinu og síðan hvernig GRÓ mun vinna markvisst til að stuðla að þeim breytingum.
21 október 2022

Tuttugu og þrír sérfræðingar útskrifast frá Jarðhitaskóla GRÓ

Tuttugu og þrír sérfræðingar frá tólf löndum útskrifuðust frá Jarðhitaskóla GRÓ í gær. Hópurinn hefur dvalið á Íslandi við nám síðustu sex mánuði og er sá 43. sem lýkur námi við skólann. Alls hafa nú 766 nemendur frá 65 löndum lokið námi frá Jarðhitaskólanum. Þá hafa 79 lokið meistaranámi og fimm doktorsnámi við íslenska háskóla með stuðningi frá skólanum. Einnig hefur Jarðhitaskólinn haldið fjöldamörg styttri námskeið á vettvangi sem og á netinu.