6 september 2024
Gistiaðstaða fyrir GRÓ - Forkönnun
GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu leitar að gistiaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu til langtímaleigu, fyrir 25–50 einstaklinga frá og með 1. september 2025 (eða eftir samkomulagi). Um er að ræða langtímaleigu til 3–5 ára, með möguleika á framlengingu.
29 ágúst 2024
Landgræðsluskóli GRÓ útskrifar 23 sérfræðinga frá Afríku og Asíu
Landgræðsluskóli GRÓ útskrifaði í gær 23 sérfræðinga á sviði sjálfbærrar landnýtingar og endurheimtar vistkerfa. Nemendurnir koma frá níu samstarfslöndum skólans í Afríku og Asíu. Um er að ræða fyrsta skiptið þar sem nemendur frá Kenía útskrifast úr skólanum en hinir nemendurnir eru frá Gana, Kirgistan, Lesótó, Malaví, Mongólíu, Nígeríu, Úganda og Úsbekistan.
31 júlí 2024
Ársskýrsla GRÓ 2023 komin út
Alls útskrifuðust 92 sérfræðingar árið 2023 úr fimm til sex mánaða námi í skólunum fjórum sem starfræktir eru á vegum GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, það er Jafnréttisskólanum, Jarðhitaskólanum, Landgræðsluskólanum og Sjávarútvegsskólanum. Þá útskrifuðust fimm fyrrverandi nemendur með meistaragráðu og einn með doktorsgráðu á skólastyrk frá GRÓ, en á árinu voru alls 36 fyrrverandi nemendur í framhaldsnámi við íslenska háskóla á skólastyrk frá GRÓ.
23 maí 2024
Samstarfi á sviði náttúruvísinda rætt á UNESCO fundi í Malasíu
Starf GRÓ — Þekkingarmiðstöðvar þróunarsvinnu á sviði jarðhita, fiskveiða, landgræðslu og jafnréttismála var kynnt á fundi miðstöðva á sviði náttúruvísinda sem starfa undir merkjum UNESCO sem fram fór í Kuala Lumpur í Malasíu dagana 15-17. maí sl.