Fréttir

Nýr forstöðumaður GRÓ, Friðrik Jónsson
1 október 2020

Friðrik Jónsson tekur við sem forstöðumaður GRÓ

Friðrik Jónsson tók við í dag sem forstöðumaður GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu. Hann tekur við af Bryndísi Kjartansdóttur sem hefur verið skipuð skrifstofustjóri öryggis- og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.
Málfríður (t.h.) með fyrrverandi nema skólans sem starfar í Momotombo í Níkaragva.
12 mars 2020

Jarðhitaskólinn: Vettvangsferð til Mið- og Suður-Ameríku

Í janúar og febrúar fór Málfríður Ómarsdóttir, umhverfisfræðingur Jarðhitaskólans í vettvangsferð til núverandi og mögulegra framtíðar samstarfsstofnana í Níkaragva, Kólumbíu og Perú. Tilgangurinn var að taka viðtöl við kandídata fyrir sex mánaða þjálfunina á Íslandi, athuga möguleika á samstarfi og skoða bakland jarðhitaþróunar í nýjum samstarfslöndum.
Hafdís Hanna Ægisdóttir flytur TEDx fyrirlestur sinn.
4 febrúar 2020

Forstöðumaður Landgræðsluskóla GRÓ flytur TEDx fyrirlestur

Hafdís Hanna Ægisdóttir, doktor í plöntu­vist­fræði og for­stöðu­maður Land­græðslu­skóla GRÓ, flutti nýverið TEDx fyrirlestur þar sem hún ræðir hvers konar forystu er þörf á til að takast á við þær fordæmalausu áskoranir sem loftlagsbreytingar fela í sér.
Undirritun: Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri
UNESCO, sem er menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna í París, leiddu mál til lykta. Ljós­mynd/​UNESCO-Christelle ALIX
15 janúar 2020

Eykur lífsgæði í þróunarríkjum

Grein um GRÓ - þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu sem birtist í Morgunblaðinu 11. janúar 2020.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri UNESCO, við undirritunina (Mynd: UNESCO/Christelle ALIX).
30 desember 2019

Ísland og UNESCO gera samkomulag um Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu - GRÓ

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna UNESCO, undirrituðu 16. desember samkomulag um að Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu starfi undir merkjum UNESCO sem sjálfstæð stofnun. Í miðstöðinni koma saman fjórir skólar sem starfræktir hafa verið á Íslandi.