
29 september 2023
Úttekt á fyrirkomulagi styrkveitinga fyrir meistara- og doktorsnema í gegnum þjálfunaráætlanir GRÓ
Úttekt á fyrirkomulagi styrkveitinga fyrir meistara- og doktorsnema í gegnum þjálfunaráætlanir GRÓ, sem eru Jafnréttisskólinn, Jarðhitaskólinn, Landgræðsluskólinn, og Sjávarútvegsskólinn, lauk í ágúst 2023. Úttektin er óháð og byggir á spurningakönnun meðal nemenda, rýnihópum, viðtölum við helstu haghafa og skoðun á fyrirliggjandi gögnum, þ.m.t. fyrirkomulagi erlendis á sambærilegum verkefnum.

25 maí 2023
Jafnréttisskóli GRÓ útskrifar tuttugu og þrjá nemendur
Tuttugu og þrír nemendur frá Alþjóðlegum jafnréttisskóla GRÓ (GRÓ- GEST) útskrifuðust í gær með diplómu á meistarastigi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum. Hópurinn er sá fimmtándi sem útskrifast frá Jafnréttisskólanum.