Fréttir á íslensku

Kyrrahafsríki kynna sér íslenskan sjávarútveg

27 október 2023
Hópurinn fyrir utan Hafró við Hafnarfjarðarhöfn - Mynd af vef Viðskiptablaðsins
Hópurinn fyrir utan Hafró við Hafnarfjarðarhöfn - Mynd af vef Viðskiptablaðsins

Sjávarútvegsskóli GRÓ, í samvinnu við utanríkisráðuneytið og Háskólann á Akureyri, skipuleggur dagskrá heimsóknarinnar en í hópnum eru sérfræðingar, leiðtogar og höfðingjar frá Kíribatí, Marshalleyjum, Palá, Samóaeyjum, Salómonseyjum, Tonga, Túvalú og Vanúatú. Hópurinn heimsækir meðal annars fjölda íslenskra stofnana og fyrirtækja, jafnt innan sem utan höfuðborgarsvæðisins.

Nánar má lesa um heimsóknina á vef Viðskiptablaðsins og í frétt Alþjóðabankans.