News

Sérfræðingur á sviði sjávarútvegs og þróunarsamvinnu

7 March 2022
Sérfræðingur á sviði sjávarútvegs og þróunarsamvinnu

Sjávarútvegsskóli GRÓ er hluti af GRÓ - Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, sem er sjálfstæð miðstöð um uppbyggingu færni og þekkingar í þróunarlöndum og starfar undir merkjum Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) https://www.grocentre.is/ftp

Skólinn er hýstur af Hafrannsóknastofnun og býður upp á rannsóknartengt nám á framhaldsstigi ætlað starfandi fagfólki á sviði sjávarútvegs í þróunarlöndum. Markmið námsins er að auka getu einstaklinga og stofnana til að nýta lífríki í sjó og vatni með sjálfbærum hætti.

Á þeim 24 árum sem Sjávarútvegsskólinn hefur verið starfræktur hafa um 450 manns lokið námi frá honum og á fimmta tug hlotið styrk til frekara framhaldsnáms á Íslandi. Auk námsins hér á landi skipuleggur skólinn og heldur styttri námskeið í samstarfslöndum sínum.

Sjávarútvegsskóli GRÓ leitar að sérfræðingi með góða þekkingu á sjávarútvegi og brennandi áhuga á alþjóðlegri þróunarsamvinnu.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 

  • Aðstoð við skipulagningu, framkvæmd og þróun náms á Íslandi fyrir starfandi fagfólk í sjávarútvegi í þróunarlöndum.
  • Umsjón með gæðaeftirliti á starfsemi skólans sem byggir á árangursstjórnun og stefnumiðum GRÓ - Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu.
  • Aðstoð við skipulagningu, framkvæmd og þróun námskeiða, vinnufunda og ráðstefna í samstarfslöndum þegar þörf krefur.
  • Vera til aðstoðar við margvísleg verkefni sem tengjast þróun og starfsemi Sjávarútvegsskóla GRÓ á Íslandi og í samstarfslöndum.

 

Hæfniskröfur

 

  • Lokið meistara- eða doktorsnámi sem nýtist á áherslusviðum Sjávarútvegsskólans, en þau eru: Veiðistjórnun og rekstur; gæði í meðhöndlun og vinnslu sjávarfangs; sjávarlíffræði; og sjálfbært fiskeldi.
  • Að lágmarki fimm ára starfsreynslu á sviði sjávarútvegs og/eða alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.
  • Framúrskarandi gott vald á ensku og íslensku í ræðu og riti.
  • Getu og hæfileika til að lifa og hrærast í fjölmenningarlegu samfélagi.
  • Reynslu af rannsóknum.
  • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni.
  • Framsýni, metnaður, frumkvæði og skipulagshæfileikar.
  • Jákvætt viðhorf og lausnamiðað hugarfar.

Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu og reynslu af störfum sem stuðla að framgangi Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsókn skal fylgja:

  • Ítarleg náms- og ferilskrá
  • Afrit af prófskírteinum
  • Kynningarbréf á ensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
  • Tilnefna skal að minnsta kosti tvo meðmælendur

Sótt er um starfið á Starfatorgi. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi hreint sakavottorð.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknir til greina.
Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.
Sjávarútvegsskólinn GRÓ áskilur sér jafnframt rétt til að hafna öllum umsóknum.
Við ráðningu í störf hjá Sjávarútvegsskólanum GRÓ er tekið mið af jafnréttisáætlun Hafrannsóknastofnunar og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um.

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 14.03.2022

Nánari upplýsingar veitir

Mary Frances Davidson - mary@groftp.is - 575 2048
Berglind Björk Hreinsdóttir - berglind.bjork.hreinsdottir@hafogvatn.is - 891 6990

Smelltu hér til að sækja um starfið