Fréttir á íslensku

Ársskýrsla GRÓ 2022

31 júlí 2023
Ársskýrsla GRÓ 2022

Alls útskrifuðust 92 sérfræðingar úr 5-6 mánaða náminu hjá GRÓ skólunum fjórum árið 2022. Þrír útskrifuðust með doktorsgráðu á skólastyrk frá GRÓ og fimm úr meistaranámi. Einnig voru haldin stutt námskeið á vettvangi, sem og netnámskeið á vegum skólanna.

Á árinu var breytingakenning GRÓ einnig samþykkt. Það er árangursstjórnunarkerfið sem UNESCO notar en GRÓ starfar undir merkjum þeirrar stofnunar. Einnig tók GRÓ-miðstöðin á leigu gistihús á höfuðborgarsvæðinu, sem hýsir nú nemendur þriggja af skólum GRÓ.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu GRÓ fyrir árið 2022 sem nú hefur verið birt. Í ársskýrslunni er að finna ítarlegar frásagnir af starfinu og einnig sögur af því hvernig nemendur hafa látið gott af sér leiða eftir komuna heim og hvernig þau vinna að sjálfbærri þróun í heimalöndum sínum um heim allan. Einnig eru þar ýmsar skýringarmyndir, kort og ljósmyndir sem sýna árangurinn af starfinu bæði árið 2022 og í gegnum þau 100 ár sem skólarnir fjórir hafa starfað samanlagt.

Nánar er hægt að lesa um starf GRÓ árið 2022 í ársskýrslunni, hér.