Fréttir á íslensku

Íslendingar kenna fulltrúum Alþjóðabankans að flaka fisk

9 nóvember 2023
Íslendingar kenna fulltrúum Alþjóðabankans að flaka fisk

Fulltrúar auðlindadeildar Háskólans á Akureyri tóku á dögunum á móti 15 gestum á vegum Sjávarútvegsskóla GRÓ - Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, en heimsóknin var liður í fræðsluferð sérfræðinga á sviði sjávarútvegsmála frá níu Kyrrahafseyjum: Tonga, Kíribatí, Túvalú, Samóa, Fiji, Vanúatú, Marshall eyjum, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Þá voru einnig með í för fimm einstaklingar frá Alþjóðabankanum (World Bank).

Hópurinn dvaldi á Íslandi í 11 daga og var tilgangur heimsóknarinnar að kynnast reynslu Íslendinga af þróun sjávarútvegs og sátu gestir fundi með kollegum hér á landi og heimsóttu stjórnsýslustofnanir, rannsóknarsetur, háskóla, fiskvinnslu, útgerðir og tækni- og þjónustufyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt.

Sjá nánar í frétt á vef Háskólans á Akureyri