Fréttir á íslensku

Jarðhitaskólinn: Vettvangsferð til Mið- og Suður-Ameríku

12 mars 2020
Málfríður (t.h.) með fyrrverandi nema skólans sem starfar í Momotombo í Níkaragva.
Málfríður (t.h.) með fyrrverandi nema skólans sem starfar í Momotombo í Níkaragva.

Í janúar og febrúar fór Málfríður Ómarsdóttir, umhverfisfræðingur Jarðhitaskólans í vettvangsferð til núverandi og mögulegra framtíðar samstarfsstofnana í Níkaragva, Kólumbíu og Perú. Tilgangurinn var að taka viðtöl við kandídata fyrir sex mánaða þjálfunina á Íslandi, athuga möguleika á samstarfi og skoða bakland jarðhitaþróunar í nýjum samstarfslöndum.

Í ferð sinni fundaði Málfríður með ýmsum aðilum sem koma að jarðhitamálum í löndunum þremur, heimsótti jarðhitavirkjun í Níkvaragva og hitti fyrrum nemendur jarðhitaskólans.

Lesa má nánar um ferð Málfríðar í Heimsljósi, upplýsingaveitu um þróunar- og mannúðarmál.