News Fréttir á íslensku

Útskrift GRÓ-FTP miðvikudaginn 26. apríl

24 apríl 2023
Útskrift GRÓ-FTP miðvikudaginn 26. apríl

Útskrift 24. árgangs nemenda Sjávarútvegsskóla GRÓ fer fram miðvikudaginn 26. apríl kl. 14:00.

Athöfnin fer fram í sal Hafrannsóknastofnunar, Fornubúðum 5 Hafnarfirði.

Strax að henni lokinni, eða kl. 15:00, munu útskriftarnemendur kynna verkefni sín á sérstakri veggspjaldasýningu.

Smellið hér til að tengjast athöfn á netinu

Dagskrá

  • 13:50 - 14:00 Húsið opnar.
  • 14:00 - 14:05 Forstjóri HAFRÓ, Þorsteinn Sigurðsson, býður gesti velkomna.
  • 14:05 - 14:10 Forstöðumaður GRÓ, Nína Björk Jónsdóttir, ávarpar samkomuna fyrir hönd GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu.
  • 14:10 - 14:15 Skrifstofustjóri sjávarútvegs í matvælaráðuneytinu, Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, ávarpar samkomuna.
  • 14:15 - 14:45 Afhending útskriftarskírteina: Forstöðumaður Sjávarútvegsskóla GRÓ, Julie Ingham, kynnir nemendur.
  • 14:45 - 14:50 Fulltrúi nemenda, Chadwick Bironga Henry, frá Kenía, ávarpar samkomuna fyrir hönd útskriftarhópsins.
  • 14:50 - 15:00 Forstjóri HAFRÓ slítur athöfn.
  • 15:00 - 15:30 Móttaka

Alls munu 22 nemendur útskrifast frá 14 löndum í Rómversku Ameríku, Karabíska hafinu, Afríku og Asíu -- 12 konur og 10 karlar.

Flestir útskrifast af Fiskveiðistjórnunarlínu (9), þá af Stofnstærðarlínu (6), Fiskeldislínu (4) og Gæðastjórnunarlínu (3).

Einn nemandi þurfti að hverfa heim áður en námi lauk en ráðgerir að útskrifast að ári. Þá tók einn nemandi þátt í fyrsta hluta námsins sem sérstakur gestur.

Frá upphafi hafa yfir 464 nemendur lokið námi frá Sjávarútvegsskólanum frá yfir 60 samstarfslöndum.

Síða nema 2022-23