Fréttir

2 júní 2025

Aðstoðarframkvæmdastjóri UNESCO tekur sæti í stjórn GRÓ

Dr. Lidia Brito aðstoðarframkvæmdastjóri UNESCO fyrir náttúruvísindi, tók nýverið sæti í stjórn GRÓ - Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu og sótti Ísland heim í síðustu viku til að sækja 30. Stjórnarfund GRÓ. Hún flutti jafnframt ávarp við útskrift Sjávarútvegsskóla GRÓ og hitti nemendur Landgræðsluskóla GRÓ sem og forstöðumenn allra GRÓ skólanna fjögurra. Þá fundaði hún með Martin Eyjólfssyni ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins.
Útskriftarhópur Sjávarútvegsskóla GRÓ 2024-25. 
Efsta röð f.v.: Ben Kiddue (Kenía), Augusto Magalhaes (Angola), Henry Allieu (Síerra Leóne), Ivan Kaleo (Ghana), Hanbing Zhang (Kína), Korto Neufville (Líberíu), Kelvin Mkvinda (Malawi), Kristina Setiani (Indónesíu). Miðröð f.v.: Edna Arthus (Ghana), Funny Mkwiyo (Malawi), Wilson Kiyo (Sólómoneyjum), Kasun Dalpathadu (Sri Lanka), Mustapher Kalyango (Úganda), Frank Kabitina (Tanasaníu), Zhongxin Wu (Kína), Lemella Kunei (Papúa Nýju Gíneu). Neðsta röð f.v.: Alice Gamisi (Kenía), Patricia Mulen (Kúbu), Happiness Venant (Tansaníu), Sudeepa Ranasinghe (Sri Lanka),  Jamila Kalambo (Tansaníu), Janet Mwangata (Kenía), Nelly Kerebi (Kenía).
23 maí 2025

Tuttugu og þrír útskrifast frá Sjávarútvegsskóla GRÓ

Miðvikudaginn 21. maí sl. útskrifuðust 23 sérfræðingar frá Sjávarútvegsskóla GRÓ. Hópurinn hefur dvalið á Íslandi við nám síðustu sex mánuði í boði íslenskra stjórnvalda sem hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.
Nemendur Jarðhitaskóla GRÓ 2024 ásamt starfsfólki skólans, kennurum og öðrum sem tengjast starfsemi skólans.
20 nóvember 2024

Jarðhitaskóli GRÓ útskrifar 26 nemendur frá 13 löndum

Tuttugu og sex nemendur frá þrettán löndum í Afríku, Asíu og Suður Ameríku útskrifuðust úr sex mánaða námi Jarðhitaskóla GRÓ 14. nóvember síðastliðinn. Þetta er 45. nemendahópur Jarðhitaskólans en í fyrsta skipti í sögu skólans voru konur í meirihluta útskriftarnema, eða 14 konur og 12 karlar.
16 október 2024

Góður árangur af starfi GRÓ staðfestur í viðamikilli úttekt

Viðamikil óháð úttekt fyrirtækisins GOPA á starfi GRÓ skólanna, það er Jafnréttisskólans, Jarðhitaskólans, Landgræðsluskólans og Sjávarútvegsskólans, á árunum 2018–2023 staðfestir góðan árangur af starfi þeirra. Í úttektinni eru lagðar fram 37 tillögur til úrbóta er varða skólana og GRÓ miðstöðina.
6 september 2024

Gistiaðstaða fyrir GRÓ - Forkönnun

GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu leitar að gistiaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu til langtímaleigu, fyrir 25–50 einstaklinga frá og með 1. september 2025 (eða eftir samkomulagi). Um er að ræða langtímaleigu til 3–5 ára, með möguleika á framlengingu.
Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, Nína Björk Jónsdóttir, forstöðumaður GRÓ og Berglind Orradóttir, starfandi forstöðumaður Landgræðsluskóla GRÓ, með nemendahópnum 2024 við útskriftina.
29 ágúst 2024

Landgræðsluskóli GRÓ útskrifar 23 sérfræðinga frá Afríku og Asíu

Landgræðsluskóli GRÓ útskrifaði í gær 23 sérfræðinga á sviði sjálfbærrar landnýtingar og endurheimtar vistkerfa. Nemendurnir koma frá níu samstarfslöndum skólans í Afríku og Asíu. Um er að ræða fyrsta skiptið þar sem nemendur frá Kenía útskrifast úr skólanum en hinir nemendurnir eru frá Gana, Kirgistan, Lesótó, Malaví, Mongólíu, Nígeríu, Úganda og Úsbekistan.