Fréttir

Nína Björk Jónsdóttir, nýr forstöðumaður GRÓ
16 júní 2021

Nína Björk Jónsdóttir nýr forstöðumaður GRÓ

Nína Björk Jónsdóttir hefur tekið við sem forstöðumaður GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu. Hún tekur við af Friðrik Jónssyni, sem var kjörinn formaður BHM 27. maí sl.
Nýr forstöðumaður GRÓ, Friðrik Jónsson
1 október 2020

Friðrik Jónsson tekur við sem forstöðumaður GRÓ

Friðrik Jónsson tók við í dag sem forstöðumaður GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu. Hann tekur við af Bryndísi Kjartansdóttur sem hefur verið skipuð skrifstofustjóri öryggis- og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.
Málfríður (t.h.) með fyrrverandi nema skólans sem starfar í Momotombo í Níkaragva.
12 mars 2020

Jarðhitaskólinn: Vettvangsferð til Mið- og Suður-Ameríku

Í janúar og febrúar fór Málfríður Ómarsdóttir, umhverfisfræðingur Jarðhitaskólans í vettvangsferð til núverandi og mögulegra framtíðar samstarfsstofnana í Níkaragva, Kólumbíu og Perú. Tilgangurinn var að taka viðtöl við kandídata fyrir sex mánaða þjálfunina á Íslandi, athuga möguleika á samstarfi og skoða bakland jarðhitaþróunar í nýjum samstarfslöndum.
Hafdís Hanna Ægisdóttir flytur TEDx fyrirlestur sinn.
4 febrúar 2020

Forstöðumaður Landgræðsluskóla GRÓ flytur TEDx fyrirlestur

Hafdís Hanna Ægisdóttir, doktor í plöntu­vist­fræði og for­stöðu­maður Land­græðslu­skóla GRÓ, flutti nýverið TEDx fyrirlestur þar sem hún ræðir hvers konar forystu er þörf á til að takast á við þær fordæmalausu áskoranir sem loftlagsbreytingar fela í sér.
Undirritun: Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri
UNESCO, sem er menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna í París, leiddu mál til lykta. Ljós­mynd/​UNESCO-Christelle ALIX
15 janúar 2020

Eykur lífsgæði í þróunarríkjum

Grein um GRÓ - þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu sem birtist í Morgunblaðinu 11. janúar 2020.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri UNESCO, við undirritunina (Mynd: UNESCO/Christelle ALIX).
30 desember 2019

Ísland og UNESCO gera samkomulag um Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu - GRÓ

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna UNESCO, undirrituðu 16. desember samkomulag um að Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu starfi undir merkjum UNESCO sem sjálfstæð stofnun. Í miðstöðinni koma saman fjórir skólar sem starfræktir hafa verið á Íslandi.