
30 júlí 2025
Ársskýrsla GRÓ fyrir árið 2024 komin út
Alls útskrifuðust 97 sérfræðingar úr þjálfunarnámi á vegum GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu á árinu 2024. Í lok árs höfðu 1.767 sérfræðingar lokið fimm til sex mánaða námi í skólunum fjórum sem starfræktir eru á vegum GRÓ, það er Jafnréttisskólanum, Jarðhitaskólanum, Landgræðsluskólanum og Sjávarútvegsskólanum. GRÓ styrkir einnig útskrifaða nemendur til framhaldsnáms og luku sjö styrkþegar slíku námi á árinu, tveir doktorsprófi og fimm meistaragráðu. Einnig voru ýmis stutt námskeið haldin í samstarfslöndunum, sem rúmlega 400 manns sóttu, og nýju netnámskeiði var hleypt af stokkunum.

10 júní 2025
Samstarf GRÓ og útskrifaðra nemenda kynnt á UNESCO deginum
Starf GRÓ til að efla stuðning við útskrifaða nemendur GRÓ skólanna fjögurra, sem nú telja rúmlega 1.800 sérfræðinga um heim allan, var meðal umfjöllunarefna á árlega UNESCO deginum sem íslenska landsnefnd UNESCO stóð fyrir þann 3. júní sl. á Þjóðminjasafninu.

2 júní 2025
Jafnréttisskóli GRÓ útskrifar sinn stærsta útskriftarhóp frá upphafi
Tuttugu og sex nemendur frá 16 löndum útskrifuðust úr fimm mánaða námi Jafnréttisskóla GRÓ þann 20. maí. Var þar um að ræða 17. nemendahóp skólans og jafnframt stærsta hópinn hingað til. Þetta var í fyrsta skipti sem einstaklingar frá Úkraínu sóttu skólann, en þrír þátttakendur komu þaðan.

2 júní 2025
Aðstoðarframkvæmdastjóri UNESCO tekur sæti í stjórn GRÓ
Dr. Lidia Brito aðstoðarframkvæmdastjóri UNESCO fyrir náttúruvísindi, tók nýverið sæti í stjórn GRÓ - Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu og sótti Ísland heim í síðustu viku til að sækja 30. Stjórnarfund GRÓ. Hún flutti jafnframt ávarp við útskrift Sjávarútvegsskóla GRÓ og hitti nemendur Landgræðsluskóla GRÓ sem og forstöðumenn allra GRÓ skólanna fjögurra. Þá fundaði hún með Martin Eyjólfssyni ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins.

23 maí 2025
Tuttugu og þrír útskrifast frá Sjávarútvegsskóla GRÓ
Miðvikudaginn 21. maí sl. útskrifuðust 23 sérfræðingar frá Sjávarútvegsskóla GRÓ. Hópurinn hefur dvalið á Íslandi við nám síðustu sex mánuði í boði íslenskra stjórnvalda sem hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.

20 nóvember 2024
Jarðhitaskóli GRÓ útskrifar 26 nemendur frá 13 löndum
Tuttugu og sex nemendur frá þrettán löndum í Afríku, Asíu og Suður Ameríku útskrifuðust úr sex mánaða námi Jarðhitaskóla GRÓ 14. nóvember síðastliðinn. Þetta er 45. nemendahópur Jarðhitaskólans en í fyrsta skipti í sögu skólans voru konur í meirihluta útskriftarnema, eða 14 konur og 12 karlar.